145. löggjafarþing — 26. fundur,  2. nóv. 2015.

ný útgáfa Flateyjarbókar.

[15:16]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill vekja athygli hv. alþingismanna á því að á föstudaginn tók forseti Alþingis við fyrstu tveimur bindum nýrrar útgáfu Flateyjarbókar á norsku sem aðstandendur útgáfunnar færðu Alþingi að gjöf. Þessi fyrsta heildarútgáfa Flateyjarbókar á norsku er fagurlega myndskreytt, mikið verk og vel unnið, og til þess fallið að kynna nýjum kynslóðum Norðmanna hinn ríka sagnaarf.

Færi ég þeim sem komu að útgáfunni þakkir Alþingis. Bækurnar liggja frammi í efrideildarsal til sýnis alþingismönnum.