145. löggjafarþing — 26. fundur,  2. nóv. 2015.

tilkynning um skrifleg svör.

[15:16]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Borist hafa tvö bréf frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurn á þskj. 199, um rannsókn mála vegna meintra gjaldeyrisbrota, frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni, og á þskj. 198, um greiðslur þrotabúa í tengslum við losun fjármagnshafta, frá Katrínu Jakobsdóttur.

Einnig hefur borist bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 176, um samþjöppun aflaheimilda og veiðigjald, frá Oddnýju G. Harðardóttur.