145. löggjafarþing — 26. fundur,  2. nóv. 2015.

móttaka flóttamanna.

[15:54]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Ég ítreka það sem ég nefndi áðan að svokallaðir kvótaflóttamenn sem munu koma hingað á þessu ári koma mjög seint á árinu og af því skýrist að upphæðirnar sem gert er ráð fyrir í þann málaflokk eru ekki hærri.

Íslensk stjórnvöld hafa beðið eftir því að fá upplýsingar um það fólk sem æskilegt væri að kæmi til Íslands. Þær upplýsingar liggja nú fyrir. Það er kominn nóvember og vonandi getur það fólk komið hingað til lands fljótlega en það breytir ekki því að það er stutt eftir af árinu og af því skýrist þessi skipting nú.