145. löggjafarþing — 26. fundur,  2. nóv. 2015.

áfengis- og tóbaksneysla.

217. mál
[16:17]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir að vekja athygli á áfengis- og vímuefnavörnum þar sem nú liggur fyrir þinginu frumvarp sem er meira en lítið umdeilt, brennivín í búðir, og er varla gott innlegg inn í það mál. Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar var á þá leið að bæta ætti lýðheilsu og forvarnastarf og að það yrði eitt af forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar. Ég vil spyrja hæstv. ráðherra hvernig það getur samræmst því að setja áfengi í búðir, því að það er talið einn stærsti áhættuþátturinn í auknu aðgengi að áfengi og aukinni neyslu, og líka horfandi til þess að stutt er síðan velferðarráðuneytið lagði fram metnaðarfulla stefnu í áfengis- og vímuefnavörnum til ársins (Forseti hringir.) 2020. Mér finnst þetta eitthvað sem hæstv. heilbrigðisráðherra skuldar þinginu svör við. Hver er hugur hans í þessu máli öllu saman?