145. löggjafarþing — 27. fundur,  3. nóv. 2015.

tekjuskattur o.fl.

172. mál
[15:48]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta efh.- og viðskn. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla bara að svara þessari spurningu. Ég skildi ekki almennilega formálann að henni af því að ég var ekki að biðja um neitt frá Indefence, ég var að segja að ekki hefðu verið færð fram rök sem hrekja það sem Indefence-menn hafa sagt, það er nú bara það sem ég er að segja. Það finnst mér vont. Það sem ég á við með þessu er það að það gerist ekkert með þetta Landsbankabréf annað en að hægt er að falla frá veði á því. Það er ekkert víst um það að Landsbankinn notfæri sér þetta. Það er ekki króna sem kemur neins staðar inn út af þessu. Það er það sem ég er að segja. Það eru teknar alls konar upphæðir og þær eru settar í pott og maður þarf að liggja í tvo til þrjá tíma yfir þeirri kynningu sem veitt er til þess að (Forseti hringir.) reyna að botna í henni af því að allt er svo ógagnsætt. Ég er að kvarta yfir því.