145. löggjafarþing — 27. fundur,  3. nóv. 2015.

tekjuskattur o.fl.

172. mál
[16:05]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta efh.- og viðskn. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alltaf ánægjulegt þegar fólk er sammála um einhverja hluti. Við erum vissulega sammála um að það er ánægjulegt ef það tekst að aflétta höftum. Þetta er skref á þeirri leið. En eins og ég segi aftur — og hv. þingmaður má kalla það pirring eða hvað sem er — hefði verið svo miklu betra fyrir okkur öll í þessum sal ef þetta hefði allt verið uppi á borðinu.

Af því að hv. þingmaður fór í upptalningarleikinn sinn þá má hann ekki gleyma í þeirri upptalningu þegar bankarnir, slitabúin, voru settir undir gjaldeyrishöftin, ekki gleyma því í þessari upptalningu, kæri hv. þm. Ásmundur Einar Daðason.