145. löggjafarþing — 27. fundur,  3. nóv. 2015.

tekjuskattur o.fl.

172. mál
[18:00]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta var mikil hrósræða frá manni sem vantar mjög mikið hrós og þakka ég hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni fyrir þessa yfirferð sem er í mörgum atriðum byggð á hvítum sannleika. Það er fyrst að segja að ekki var verið að kynna í Hörpunni stöðugleikaframlag á einni glæru. Þar var farið vel yfir báðar leiðir. Það var farið yfir hver stöðugleikaskilyrðin væru og einnig útgönguskattinn. Kannski hefur þingmaðurinn ekki verið í salnum allan tímann, ég skal ekki segja, en báðar leiðir voru vel kynntar og kynntar á þann hátt að þær kæmu báðar til greina.

Þar sem tíminn er svo naumur, þá ætla ég að fara í spurninguna og reyna að svara fleiri aðdróttunum í næsta andsvari. (Gripið fram í.) Hvað finnst þingmanninum um það að ESA hefur hafið rannsókn á gjörningi hans sem ráðherra?(Forseti hringir.) Rannsóknin snýr að því að athugað sé hvort um ríkisstyrk var að ræða þegar hann gaf bankana á einni nóttu til kröfuhafa.