145. löggjafarþing — 27. fundur,  3. nóv. 2015.

tekjuskattur o.fl.

172. mál
[18:05]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni fyrir góða og efnismikla ræðu. Framsóknarmenn eru svo æstir að ég hef á tilfinningunni að þeir hafi einhvers konar samviskubit. [Hlátur í þingsal.] Ég vil rifja upp kosningabaráttuna 2013 þegar átti að færa heimilunum rúma 300 milljarða úr höndum hrægamma. (Gripið fram í.) Þeir milljarðar urðu 80 og komu úr ríkissjóði.

Mér fannst yfirferð þingmannsins yfir flóknar og óskýrar upplýsingar varðandi þetta mál góð og ég vil spyrja þingmanninn: Er það svo að stóra millifærslan sem átti að fara til heimilanna sé í raun og veru, með vali á þessari stöðugleikaframlagsleið, að fara til hrægammanna sjálfra, það séu þeir sem séu sigurvegararnir eftir kosningar 2013?