145. löggjafarþing — 27. fundur,  3. nóv. 2015.

tekjuskattur o.fl.

172. mál
[18:08]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni. Ég ætla bara að segja það að ég er full efasemda og tortryggni út í þetta mál, ekki síst í ljósi þess að hér hafa ekki verið lagðar fram skýrar upplýsingar. Það þarf að liggja yfir öllum gögnum til að reyna að átta sig á myndinni af þeim gjörningi sem nú á að fara fram varðandi þessi bú. Mér fannst þingmaðurinn koma inn á það í sínu máli og ég er sammála því að það sé ekkert sem bendi til annars en að stöðugleikaskattsleiðin hefði verið betri fyrir íslenskt þjóðarbú. Það liggur fyrir að Viðskiptaráð metur það sem svo að gjaldeyrishöftin kosti um 80 milljarða á ári. Nú ætlum við að framlengja með þessu gjaldeyrishöftin um sjö til átta ár og setja íslenska lífeyrissjóði, fyrirtæki og heimili í verulega klemmu.