145. löggjafarþing — 27. fundur,  3. nóv. 2015.

tekjuskattur o.fl.

172. mál
[19:23]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Svo ég vitni aftur í sögð orð seðlabankastjóra, Más Guðmundssonar, þá sagði hann við kynninguna, ég ætla ekki að hafa orðrétt eftir, að höftum á lífeyrissjóði, fyrirtæki og almenning í landinu yrði hægt að lyfta í framhaldi þessara aðgerða. Því spyr ég hv. þingmann aftur: Hvar er þá mismunurinn eða jafnræðis ekki gætt ef seðlabankastjóri telur að hægt verði að aflétta höftum á lífeyrissjóði, almenn fyrirtæki og einstaklinga samhliða þeirri aðgerð sem hér er boðuð, að stöðugleikaskilyrði séu fyrst og nauðasamningum sé náð í stað gjaldþrots? Því spyr ég hv. þingmann enn og aftur: Hvar er þá jafnræðið eða jafnræðisleysið ef talið er að þessi aðgerð geti orðið til þess að lyfta megi höftum á lífeyrissjóði, fyrirtæki og almenning í landinu á árinu 2016?