145. löggjafarþing — 27. fundur,  3. nóv. 2015.

tekjuskattur o.fl.

172. mál
[23:55]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Sigríður Á. Andersen) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Umsagnarfresturinn var ákveðinn í ljósi þess að nefndin taldi eðlilegra að fjalla um þetta mál hraðar en hægar vegna þess að það eru auðvitað atriði þarna sem gætu gefið kröfuhöfum tilefni til þess að fara að selja kröfur sínar og einhvern veginn skapa sér stöðu í alls kyns fléttum sem ég get ekki einu sinni útskýrt. Hitt er annað mál að sex dagar eru alveg nægilegur umsagnarfrestur að mínu mati. Það fylgdi þó með umsagnarbeiðnum að tekið yrði á móti umsögnum eftir þennan frest ef svo bæri undir.

Hvað varðar möguleikann á að kalla til umsagnaraðila eftir 2. umr. er það ekki venjan hér, ef ég þekki rétt. Þess utan hef ég ekki heyrt nein sjónarmið frá lífeyrissjóðum um að þeir telji nokkra þörf á því.