145. löggjafarþing — 27. fundur,  3. nóv. 2015.

tekjuskattur o.fl.

172. mál
[23:56]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það væri verulegt áhyggjuefni ef lífeyrissjóðirnir hefðu ekki skoðun á þessu máli. Þá er það ástæða til þess að við í þessum þingsal förum aðeins ofan í þau mál.

Það kom fram í máli hv. þingmanns að hún hefur ekki hugmynd um áætlun um losun hafta. Er það sem sagt svo að hér er verið að samþykkja stöðugleikaskilyrði sem losa erlenda kröfuhafa undan gjaldeyrishöftum en ríkisstjórnin, framsögumaður málsins og stjórnarmeirihlutinn í þinginu hafa ekki hugmynd um hvernig á að losa höft af öðrum? Er þingmaðurinn sáttur við að fjalla um svo ríka hagsmuni með bundið fyrir augun?