145. löggjafarþing — 29. fundur,  4. nóv. 2015.

tekjuskattur o.fl.

172. mál
[20:58]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég vil þakka nefndinni fyrir þá meðferð sem málið hefur hlotið hér og ágæta umfjöllun og samstarf við ráðuneytið. Það var í sjálfu sér aldrei fyrirséð að þetta þingmál mundi koma fyrir Alþingi þegar við afgreiddum frumvarpið í sumar um stöðugleikaskattinn og ræddum þá um leið stöðugleikaskilyrðin sem gátu orðið grundvöllur að slitum búanna. Þess vegna finnst mér dapurlegt að það skuli vera ágreiningur um afgreiðslu þessa máls. Við gengum þannig frá málum í sumar að leið nauðasamninga yrði ekki borin sérstaklega undir þingið. Þetta mál sem er til umræðu er lagatæknilegar breytingar til að greiða fyrir nauðasamningum. Menn geta verið ósammála því eða sammála því en nú er þeirri umræðu að ljúka og ég vil taka það fram (Forseti hringir.) undir lok umræðunnar að það skiptir máli að málið hefur fengið þokkalega greiðan framgang í þinginu.