145. löggjafarþing — 29. fundur,  4. nóv. 2015.

tekjuskattur o.fl.

172. mál
[21:04]
Horfa

Steingrímur J. Sigfússon (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Það má margt segja um málsmeðferðina hér og ámælisvert að hæstv. ríkisstjórn hafi því miður lagt af allt eiginlegt samráð um þetta mál og enga tilburði haft í frammi til að viðhalda þverpólitískri samstöðu um það. Miklu meira valda þó þær efasemdir sem maður hefur um að hér sé að fæðast nógu góð efnisleg lausn í höndum á ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Kröfuhafar eiga hér sannarlega að fá að fara fyrstir og einir út úr höftum og spurningarnar um þann afsláttarforgang sem þeim er verið að veita eru mjög áleitnar. Þær eru það, því miður, mann vantar sannfæringu fyrir því að hér sé að fæðast nógu góð lausn. Er það þá þannig að gaddakylfur Framsóknarflokksins hafi reynst úr silkimjúku plasti?