145. löggjafarþing — 29. fundur,  4. nóv. 2015.

tekjuskattur o.fl.

172. mál
[21:10]
Horfa

Steingrímur J. Sigfússon (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Lofa skal dag að kveldi. Það er nú mikið eftir í þessu máli. Við vonum að sjálfsögðu að þetta gangi vel, getum lítið annað gert úr þessu. En eftir er 300 milljarða snjóhengja, eftir eru höftin á okkur sjálfum og eftir er sá hluti vandans sem hér á að fara að skjóta inn í framtíðina með því að lengja í honum.

Að lokum leyfist mér vonandi að minna á það, svona í framhaldi af seinni ræðu hæstv. fjármálaráðherra, að gagnrýnislaus fullvissa um efnahagslegan óskeikulleik hefur ekki gefið góða raun á Íslandi.