145. löggjafarþing — 29. fundur,  4. nóv. 2015.

um fundarstjórn.

[21:19]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegi forseti. Það var samþykkt á þingflokksformannafundi á mánudag að nýta kvöldfund á þriðjudegi og opna fyrir kvöldfund á miðvikudegi með það fyrir augum að geta lokið því máli sem hér var lokið áðan og hefja umræðu um fjáraukalögin, helst að ljúka því máli til að koma því til nefndar. En það voru engin loforð gefin um að fjáraukinn yrði kláraður. Þetta var samþykkt á þingflokksflokksformannafundi svo það sé sagt og það voru þingflokksformenn allra flokka og hafi þeir ekki gert sínum þingflokki grein fyrir því þá þykir mér það miður.