145. löggjafarþing — 29. fundur,  4. nóv. 2015.

um fundarstjórn.

[21:21]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Forseti. Við í minni hlutanum veigrum okkur ekkert við því að vinna á kvöldin en við teljum að það sé of langt liðið á kvöld til að hefja fjárlagaumræðu, það sé enginn bragur á því. Ég vil upplýsa að þingflokksformaður Samfylkingarinnar upplýsti um þetta samkomulag en hér hafa orðið breytingar síðan þannig að ýmislegt hefur riðlast í dagskránni.

Síðan er það kannski lýsandi þegar við stöndum hér akkúrat núna að hæstv. fjármálaráðherra kallaði fjáraukalögin sín smáatriði. Þegar hæstv. fjármálaráðherra ber ekki meiri virðingu fyrir fjárlagaumræðu en svo að hann kallar hana smáatriði, þá er kannski ekki hægt að ætlast til þess að restin af hans liði beri mikla virðingu fyrir því.