145. löggjafarþing — 29. fundur,  4. nóv. 2015.

um fundarstjórn.

[21:28]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég er tilbúin til að ganga að þessu tilboði hv. þm. Svandísar Svavarsdóttur með því skilyrði að fjárlaganefnd geti tekið málið til umfjöllunar á morgun þó að umræðu um það sé ekki lokið í þinginu því fyrir fjárlaganefnd á morgun koma gestir frá ráðuneytunum til að fjalla um frumvarp til fjáraukalaga. Það væri því gott ef við gætum sameinast um þetta í þinginu með þessum hætti.

Ef ekki verður gengið að þessu skilyrði þá vil ég biðja þá nefndarmenn í fjárlaganefnd sem búa úti á landi að afturkalla flug sitt heim því ef þetta verður ekki með þessum hætti þá neyðist ég til að hafa fund í fjárlaganefnd á föstudaginn og leggja þá allan föstudaginn undir til að hefja vinnu við frumvarpið. Svona liggur staðan því í ljósi samkomulagsins sem gert var við þingflokksformenn, (Forseti hringir.) þá var þetta með þessum hætti. Hnikað var til þingdögum og nefndadögum og svona er staðan einfaldlega.