145. löggjafarþing — 30. fundur,  10. nóv. 2015.

tilkynning um skrifleg svör.

[13:33]
Horfa

Forseti (Kristján L. Möller):

Borist hafa 11 bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við eftirfarandi fyrirspurnum:

Fyrirspurn á þskj. 118, um nám og námsefni heyrnarlausra barna, frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur; fyrirspurn á þskj. 168, um fjölda nemenda í framhaldsskólum, frá Oddnýju G. Harðardóttur; fyrirspurn á þskj. 181, um framhaldsskóla, aldur o.fl., frá Árna Páli Árnasyni; fyrirspurn á þskj. 214, um ráðstöfun fjár til að efla símenntun og önnur námstækifæri fullorðinna, frá Svandísi Svavarsdóttur; fyrirspurn á þskj. 228, um tengsl mennta- og menningarmálaráðherra við Orku Energy, frá Birgittu Jónsdóttur; fyrirspurn á þskj. 261, um Menningarsjóð félagsheimila, frá Líneik Önnu Sævarsdóttur; fyrirspurn á þskj. 265, um ferð til Kína, frá Svandísi Svavarsdóttur; fyrirspurn á þskj. 300, um húsaleigukostnað framhaldsskóla, frá Silju Dögg Gunnarsdóttur; fyrirspurn á þskj. 311, um útgjöld vegna sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstarfa, frá Katrínu Jakobsdóttur; fyrirspurn á þskj. 322, um framtíð starfsemi Háskóla Íslands á Laugarvatni, frá Björgvini G. Sigurðssyni; og fyrirspurn á þskj. 326, um kennaramenntun og námsárangur, frá Vigdísi Hauksdóttur.

Borist hefur bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 263, um rannsökuð mál hjá Samkeppniseftirlitinu, frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni.

Borist hefur bréf frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 301, um leigusamning við framhaldsskólann Keili, frá Silju Dögg Gunnarsdóttur.

Borist hefur bréf frá velferðarráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 247, um rekstur áfangaheimila, frá Heiðu Kristínu Helgadóttur.

Borist hefur bréf frá innanríkisráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 331, um innsigli við framkvæmd kosninga, frá Birni Leví Gunnarssyni.