145. löggjafarþing — 30. fundur,  10. nóv. 2015.

makrílveiðar smábáta.

[14:09]
Horfa

Lárus Ástmar Hannesson (Vg):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svör hans þótt þau væru að vísu frekar þunn, ég er engu nær um það hvort fyrirkomulaginu verði breytt. Það er mjög mikilvægt að það fari að koma í ljós þar sem smábátasjómenn víða um land þurfa að fara að leggja plön sín og undirbúa sig ef þeir telja að rétt sé og hagkvæmt að halda til makrílveiða. Ég stend því í nokkuð í sömu sporum og ég stóð þegar ég kom hingað upp, en takk fyrir.