145. löggjafarþing — 30. fundur,  10. nóv. 2015.

fjáraukalög 2015.

304. mál
[17:42]
Horfa

Hörður Ríkharðsson (Sf) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni enn á ný fyrir andsvarið. Ég er búinn að segja að fyrir mitt leyti er ég til í meiri skatta og að fara hægar í skattalækkanir, sérstaklega í þeirri stöðu sem við höfum verið eftir hrun. Menn hefðu ekki átt að fara svona bratt í að minnka tekjur ríkisins.

Af því að hv. þingmaður er mjög sanngjarn og málefnalegur þá ætla ég að vera það líka og ætla að slá af því sem ég hef verið að segja. En af því að hann er varaformaður fjárlaganefndar, og hv. formaður fjárlaganefndar situr þarna frammi líka, horfið þá á fangelsin og hjálpartækin.