145. löggjafarþing — 30. fundur,  10. nóv. 2015.

Landhelgisgæsla Íslands.

264. mál
[19:21]
Horfa

innanríkisráðherra (Ólöf Nordal) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Frumvarpið ber ekkert slíkt með sér. Hér er fyrst og fremst verið að þétta undir erlendum verkefnum eins og við höfum séð þróast undanfarin ár og ég nefndi þau verkefni sem Gæslan hefur verið í. Ég held að það sé bara rétt að þær ábendingar Ríkisendurskoðunar eru réttar að við eigum að gæta að því að lagagrundvöllur okkar sé skýr. Það er ekkert annað sem felst í þessu.