145. löggjafarþing — 31. fundur,  11. nóv. 2015.

Haf- og vatnarannsóknir.

199. mál
[15:40]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Hér kemur til atkvæða eftir 2. umr. frumvarp til laga um Haf- og vatnarannsóknir sem var reyndar rætt á síðasta þingi en kom inn fyrir skömmu og var unnið mjög hratt í atvinnuveganefnd. Það var gert meðan ég var utan þings.

Ég vil fyrir það fyrsta óska eftir því að málin bæði gangi til nefndar milli 2. og 3. umr. Síðan vil ég gera grein fyrir atkvæði okkar í þingflokki Samfylkingarinnar. Við erum ekki á móti sameiningunni í prinsippinu eins og hún er lögð hér upp og teljum hana verða vonandi til mikilla bóta fyrir báðar stofnanirnar og okkur öll, en ég set fyrirvara við ákvæði um starfsmannamál, alveg sérstaklega vegna þess að okkur barst til eyrna í nefndinni samþykkt ríkisstjórnarinnar frá síðasta vori um einhverjar nýjar leiðir gagnvart uppsögnum starfsmanna við sameiningu stofnana. Hér hefur verið unnin smábragarbót hvað það varðar með ákvæði til bráðabirgða í breytingartillögu sem við munum sitja (Forseti hringir.) hjá við, en aðalósk okkar er sú að málið gangi til nefndar milli umræðna.