145. löggjafarþing — 32. fundur,  12. nóv. 2015.

náttúruvernd.

140. mál
[12:28]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég óska þingheimi til hamingju með að hafa náð sögulegri sátt. Eins og komið hefur fram er hún að sjálfsögðu þannig að allir þurftu eitthvað að gefa eftir. Ég tek undir með hv. þm. Róberti Marshall og óska sérstaklega fyrrverandi hæstv. umhverfisráðherra og núverandi hv. þm. Svandísi Svavarsdóttur til hamingju með þennan mikla áfangasigur.

Jafnframt vil ég hrósa formanni nefndarinnar, hv. þm. Höskuldi Þórhallssyni, fyrir að ná að leiða fram þessa miklu og mikilvægu sýn. Þetta er fyrsta skrefið. Við ætlum að standa vörð um náttúru landsins, það er svo mikilvægt og hér erum við einhuga um að gera það, þingmenn landsins árið 2015.