145. löggjafarþing — 32. fundur,  12. nóv. 2015.

náttúruvernd.

140. mál
[12:30]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég fagna þeirri niðurstöðu sem hér er orðin og þeirri framför í náttúruvernd sem við það verður og endurspeglar vaxandi meðvitund samfélagsins um mikilvægi vandaðrar löggjafar á þessu sviði. Eins og fram hefur komið eru lögin þó ekki meitluð í stein og þau þurfa að þróast frekar á næstu árum, svo sem varðandi almannaréttinn, aðkomu og hlutverk sveitarfélaga vegna vaxandi ferðamennsku og heildarsýn á landnotkun og náttúruvernd.