145. löggjafarþing — 34. fundur,  16. nóv. 2015.

væntanleg íbúakosning í Reykjanesbæ.

266. mál
[16:51]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég þakka fyrir þessar umræður. Mér finnst þær mikilvægar og það sem mér finnst ef til vill mikilvægast eftir að hafa hlustað á fyrri ræðumenn er að við tryggjum að íbúalýðræði verði ekki flækt á þann veg að það fæli fólk frá því að taka þátt í að móta samfélag sitt. Mér finnst það mjög mikilvægt. Við verðum jafnframt sjálf að standa við það að virða þjóðaratkvæðagreiðslur. Þingið boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá sem náðist ekki að virða á síðasta kjörtímabili og það er mjög sorglegt hvernig komið er fyrir því þegar sveitarstjórnir segjast ekki geta hugsað sér að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslna um mikilvæg málefni í samfélaginu. Ég vona að við hverfum frá þeirri braut og virðum vilja íbúa og þjóðarinnar þegar kemur að ýmsum blæbrigðum íbúaþátttöku.