145. löggjafarþing — 34. fundur,  16. nóv. 2015.

fræðslunefnd mjólkuriðnaðarins.

323. mál
[18:28]
Horfa

Fyrirspyrjandi (Jóhanna María Sigmundsdóttir) (F):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svör hans og með þeim er áhyggjum létt af mér. Þar sem hann fór yfir hlutverk nefndarinnar hef ég skilið hlutverkið rétt, hún eigi í rauninni að fara með umönnun á þessu námi og hvet þá ráðherrann til að ýta á eftir tilnefningum til þess að geta endurskipað nefndina.

Við verðum að svara því kalli sem hefur komið frá aðilum innan mjólkuriðnaðarins, sem og atvinnulífsins í heild. Þær áhyggjur komu fram í þeim umsögnum sem ég talaði um áðan og voru allar mjög jákvæðar. Ég vonast því til þess að þegar þingsályktunartillagan kemur til umræðu í þinginu fái hún góða umfjöllun í nefndum og gott samstarf verði við fræðslunefnd mjólkuriðnaðarins sem verði þá vonandi komin með umboð sitt að nýju.