145. löggjafarþing — 35. fundur,  17. nóv. 2015.

þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland.

327. mál
[17:06]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (andsvar):

Herra forseti. Nú greinir okkur Ögmund á enn einu sinni og eru það ekki nein sérstök tíðindi. Auðvitað hafa Íslendingar áhrif innan veggja Atlantshafsbandalagsins. Þetta er aðeins tilraun til að afsaka þegjandi samþykki Vinstri grænna fyrir loftárásunum á Líbíu árið 2011. Í angist sinni lögðu þingmenn Vinstri grænna, og þar með taldir ráðherrar í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, fram þingsályktunartillögu nokkrum vikum seinna, enda hafði þá bróðir núverandi formanns sagt sig úr Vinstri grænum vegna þess að hann áttaði sig á því hvað Vinstri grænir höfðu gert. (SSv: Hún er ekki hér.) — Ég er að tala um Sverri Jakobsson. (Gripið fram í.) Nei, ég sagði að bróðir núverandi formanns Vinstri grænna hefði sagt sig úr Vinstri grænum. Hann sat þá í flokksráði í Vinstri grænum.

Í angist sinni lögðu þingmenn Vinstri grænna, þar með talinn hv. þm. Ögmundur Jónasson, þá ráðherra, ásamt öðrum ráðherrum Vinstri grænna fram þingsályktunartillögu um að Ísland segði sig úr NATO. Það var til að friða samvisku og bakland Vinstri grænna vegna þess að menn vissu upp á sig sökina, þá skömm að hafa ekki beitt áhrifum sínum til að koma í veg fyrir loftárásir á Líbíu árið 2011. Undan þessu verður ekki vikist, hv. þm. Ögmundur Jónasson.