145. löggjafarþing — 36. fundur,  18. nóv. 2015.

um fundarstjórn.

[15:52]
Horfa

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Sf):

Herra forseti. Ég verð að taka undir með þeim sem hér hafa talað á undan mér varðandi það að fá hæstv. utanríkisráðherra til samræðu við þingið vegna þessa máls. Eins og hefur komið fram þá þarf ráðherra að skýra betur fyrirætlanir sínar. Það er verið að gera vafasamar breytingar á stjórnsýslunni og færa sjálfstæða fagstofnun inn í ráðuneyti, stofnun sem hefur fram til þessa starfað við góðan orðstír og sýnt faglegan styrkleika, án þess að séð verði að þar séu raunveruleg efni til þess að taka við málaflokknum og sinna honum með þeim hætti sem gert hefur verið fram til þessa. Ráðherrann á að sjálfsögðu að vera viðstaddur umræðuna hér í dag. Hann er sá sem ber ábyrgðina á þessu máli og hann er upphafsmaður þess og á þar af leiðandi að taka þessar samræður nú (Forseti hringir.) við þingið.