145. löggjafarþing — 36. fundur,  18. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[16:37]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Maður hlýtur að taka undir það sem hér er sagt. Það er auðvitað mjög sérstakt að menn séu að ræða þetta mál hér og það sé enginn sem komi hæstv. ráðherra til varnar og hann sýni ekki einu sinni þann kjark að koma hingað og fylgja málinu eftir og rökstyðja það.

Mér skilst að það hafi komið fram hér áðan að hann sé staddur fyrir vestan, það sé fundur hjá framsóknarmönnum í kvöld á Ísafirði, en mér finnst það undarleg forgangsröðun ef þetta er eitthvert sérstakt hjartans mál. Ég held að menn hljóti að gera mjög alvarlegar athugasemdir við bæði málið sjálft og hvernig það er borið fram í þinginu.