145. löggjafarþing — 36. fundur,  18. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[16:45]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég held að þetta sé mjög gruggugt vatn sem verið er að fiska í í þessu máli og ég hef áhyggjur af þeirri vegferð sem hæstv. ráðherra er að leggja í. Það er engin tilviljun að ég líki því við óhreinan þvott sem hæstv. ráðherra er að skila af sér inn í þingið og vill svo láta einhverja aðra sjá um að bjarga því fyrir sig, hefur ekki einu sinni svo mikið við að vera viðstaddur umræðuna til að taka þátt í þessu og verja málið. Ég held að það væri mjög óheppilegt að hafa þennan málaflokk undir ráðuneytinu og sérstaklega, vil ég nefna, undir þeim hæstv. utanríkisráðherra sem nú gegnir þeirri stöðu.