145. löggjafarþing — 36. fundur,  18. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[18:15]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mér finnst þetta ekkert hlægilegt þótt hv. þingmaður sitji hér í hliðarsal og flissi. Þetta er alvörumál. Það er alvörumál að utanríkisráðherra sé ekki á staðnum til að svara fyrir þá tillögu sem hann leggur hér fyrir. Það er alvörumál að þingmenn sem styðja þessa ríkisstjórn taki ekki til máls og segi hug sinn til þessa mjög svo stefnumarkandi frumvarps þar sem lagt er til að ein mest rómaða, ef ég má nota það orð þótt það sé ekki góð íslenska, eða að mjög flott stofnun verði lögð niður sisvona. Þarna vinnur mikið fagfólk sem er okkur til sóma alls staðar þar sem fólk veit um þessa stofnun. Og það er ekkert grín og það er ekkert til að flissa að að menn taki ekki til máls í þessu mikla máli.