145. löggjafarþing — 36. fundur,  18. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[18:18]
Horfa

Margrét Gauja Magnúsdóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Það er ótrúlega gaman að fá tækifæri til að koma og setjast á hið háa Alþingi svona endrum og eins og koma sem gestur, hvað þá þegar svona stór mál eru undir.

Ég er nú búin að sitja hér og hlusta á þessa umræðu í tæpa tvo klukkutíma og heyra rök. Ég er örugglega talsmaður almennings þarna úti, sem situr heima hjá sér og er að hlusta og er að velta þessu máli fyrir sér. Ég er engu vísari. Ég fæ ekki að heyra mótrök. Ég fæ ekki báðar hliðar á málinu til að geta myndað mér skoðun. Mér finnst þetta mjög skrýtin stjórnsýsla ef ég á að segja eins og er; hún er alls ekki vönduð. Ég held að Alþingi þurfi að fara að endurskoða hvernig starfshættir eru því að þetta er ekki til fyrirmyndar.