145. löggjafarþing — 36. fundur,  18. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[19:06]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég tek undir með þeim hv. þingmönnum sem hafa tekið til máls undir þessum lið. Það er búið að kalla margoft eftir hæstv. utanríkisráðherra til að koma inn í umræðuna og svara spurningum. Ég er þess fullviss að það mundi greiða fyrir afgreiðslu málsins ef hér yrði tekin rökræða um þau álitamál sem eru uppi.

Ég vil segja eins og aðrir þingmenn að mér finnst líka undarlegt að menn skuli ekki beita sér fyrir því að ná sátt í þessu máli. Við höfum nýverið náð sátt í mun stærra máli og við hv. þingmenn höfum sýnt hér að við getum fundið lausnir. Það er undarlegt og maður er fullur tortryggni þegar maður sér hvernig þessu máli er stýrt beint ofan í skurð.