145. löggjafarþing — 36. fundur,  18. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[19:21]
Horfa

Lárus Ástmar Hannesson (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Fyrir örskömmu síðan var ég að tala um þá stofnun sem hér er til umræðu, stofnun sem við getum verið stolt af. En nú virðist eiga að leggja hana niður og fara með hana nánast án umræðu inn í ráðuneyti. Ég hef engin rök heyrt sem mæla með því. Kannski er það eðlilegt af því að það kemur enginn í pontu af þeim sem skrifa undir þetta álit.

Ég hvet forseta til að segja þetta gott í bili. Þetta mál verður að ræða þegar ráðherra er viðstaddur, hann verður að fara í gegnum það með okkur. Þetta er óskaplega undarlegt mál.