145. löggjafarþing — 37. fundur,  19. nóv. 2015.

2. umræða fjárlaga.

[10:32]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Ég kveð mér hljóðs undir þessum lið vegna þess að nú lítur út fyrir, ef marka má orð formanns fjárlaganefndar, að starfsáætlun þingsins fari úr skorðum og 2. umr. fjárlaga verði ekki í næstu viku eins og áætlað var. Það sem blasir þá við er að við lendum í tímahraki með mörg mál því hæstv. ríkisstjórn hefur boðað að hún ætli að vinna mörg mál fyrir jólaleyfi. Hæstv. ráðherra hefur margkallað eftir agaðri og betri vinnubrögðum og ég vil lýsa þessum áhyggjum hér, og spyrja um leið hvort hæstv. forseti muni grípa til einhverra ráðstafana hvað þetta varðar eða hvort við séum núna að sigla inn í hefðbundið tímahrak og flýtimeðferð þingsins fyrir jól.