145. löggjafarþing — 37. fundur,  19. nóv. 2015.

styrking tekjustofna sveitarfélaga.

[10:51]
Horfa

Lárus Ástmar Hannesson (Vg):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. fjármálaráðherra fyrir svörin. Ég gat samt ekki skilið annað á þeim en að það væri ekkert endilega neitt ákveðið í pípunum sem hönd væri á festandi til að bæta afkomu sveitarfélaganna. Vissulega eru viðræður greinilega í gangi og það er vel. Það breytir því þó ekki að við horfum fram á verulega erfiða stöðu mjög víða um land. Auðvitað eru þetta mörg sveitarfélög og þau eru misjöfn en ég ítreka að það þarf að fara í þetta, það þarf að skoða þetta og það þarf að leiðrétta þetta.