145. löggjafarþing — 37. fundur,  19. nóv. 2015.

25 ára reglan í bóknámi.

[11:11]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Herra forseti. Við fyrirspyrjandi erum sammála um að úrræði þurfi að vera til staðar fyrir þennan hóp. En það er alþekkt, t.d. á Norðurlöndunum, að menn fái takmarkaðan tíma til að ljúka framhaldsnáminu. Þegar við stöndum frammi fyrir þeim vanda að þeir sem hafa lokið grunnnáminu gera það ekki á 16., 17., 18., 19., 20. og 21., 22., 23., 24. og 25. ári, á tíu árum, að þeim hefur ekki tekist að ljúka námi sem við erum nú að stefna að því að eigi að vera þriggja ára eigum við kannski fyrst og fremst að spyrja okkur: Hvað er að kerfinu? Hvaða úrræði eigum við að hafa í verkfærakistu okkar til að koma til móts við þarfir þessa hóps og tryggja honum áframhaldandi námsframvindu ef óskir standa til þess? Við eigum ekki að spyrja: Hvernig getum við bætt fjármunum inn í framhaldsskólakerfið sem á að vera framhald af grunnnáminu og þannig þynnt út það fjármagn sem er til staðar að baki hverjum nemanda?

Það hefur verið meginvandamálið. Þessi menntastefna mun tryggja að við munum hafa meira fjármagn til að mæta þörfum þeirra sem við ætlum að setja í forgang í framhaldsskólakerfinu og það hefur verið eitt helsta (Forseti hringir.) umkvörtunarefni framhaldsskólanna. Svo þurfum við að sjálfsögðu að hafa önnur úrræði fyrir aðra hópa.