145. löggjafarþing — 37. fundur,  19. nóv. 2015.

viðvera utanríkisráðherra við umræðu um ÞSSÍ.

[11:18]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Ég vil taka undir með síðasta ræðumanni. Við sem vorum við umræðuna í gær vitum að mörgum stórum spurningum er ósvarað sem aðeins hæstv. utanríkisráðherra getur svarað. Herra forseti hefur tilkynnt það að hann muni ekki koma hér í dag þannig að það er ljóst að þeim spurningum verður enn ósvarað og verða enn til umræðu í allan dag.

Mér finnst þetta því góð tillaga og tek undir að málið verði tekið af dagskrá og sett í sáttafarveg. Eins og fram hefur komið höfum við hv. þingmenn lent stærri málum farsællega með þverpólitískum málamiðlunum og það ætti líka að vera hægt í þessu máli. Það er Alþingi til vansa að vera með það í þessum búningi hér til umræðu.