145. löggjafarþing — 37. fundur,  19. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[12:27]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég held að það sé löngu orðið ljóst, öllum hér í þessum sal, að þessi umræða mun ekki ganga almennilega eða greiðlega fyrr en hæstv. utanríkisráðherra kemur hér í salinn og svarar þeim spurningum sem út af standa.

Hér hafa menn haldið því fram að stoðirnar undir það mál sem við ræðum séu mjög veikburða og jafnvel byggðar á misskilningi. Við þurfum að fá svör við þessu og við þurfum að fá hæstv. utanríkisráðherra til að færa betri rök fyrir máli sínu.

Ég legg því til, eins og ég hef áður gert og fleiri hv. þingmenn, að við tökum þetta mál út af dagskrá, skoðum það og athugum hvort við getum ekki fundið á því flöt, en verum ekki að halda hér úti þingfundi. Það er ljóst að málið mun dragast á langinn á meðan ekki er fundinn sáttaflötur eða hæstv. utanríkisráðherra mætir á staðinn.