145. löggjafarþing — 37. fundur,  19. nóv. 2015.

um fundarstjórn.

[14:18]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Frú forseti. Í umræðunum áðan um sölu á hlut ríkisins í bönkunum komu fram stórtíðindi að mínu áliti. Hér var mjög opinn ágreiningur á milli stjórnarflokkanna um þetta stóra mál. Það er rétt að rifja upp að í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir fjármunum í ríkissjóð vegna sölu bankanna. Hv. þingmenn Framsóknarflokksins kunna að hafa afgreitt fjárlagafrumvarpið enn einu sinni út með fyrirvara, ég þekki það ekki, en þannig er frumvarpið útbúið, helsta stefnuplagg hæstv. ríkisstjórnar. Ágreiningurinn var mjög opinn í sérstöku umræðunni áðan. Hann hefur ekki verið eins opinn þó að við vitum að hann sé til staðar í því máli sem er nú á dagskrá. Ég kalla eftir því, (Forseti hringir.) eins og áður, að hæstv. utanríkisráðherra komi í salinn og svari spurningum sem út af standa varðandi það mál.