145. löggjafarþing — 37. fundur,  19. nóv. 2015.

um fundarstjórn.

[14:29]
Horfa

Lárus Ástmar Hannesson (Vg):

Frú forseti. Mig langar aðeins að koma inn á það sem hefur verið nefnt í þessu samhengi, það er þetta hugtak „ábyrgð“ og mismunandi skilningur okkar á því hvort ábyrgð landsmanna minnkar eða eykst við það að selja hlut í bönkum eða banka. Ég held að það væri langskynsamlegast miðað við þá ábyrgð sem við berum að við séum svolítið með puttana í því hvernig reksturinn er. Það kom fram hjá hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni pósturinn um bankaþjónustu á landsbyggðinni. Hún hefur nú ekki verið merkileg að hluta og fjarað svolítið hratt undan henni og þess vegna er ekkert verra að velta þessu fyrir sér út frá þeim vinkli, er ekki rétt að við eigum Landsbankann og höfum með það að gera að hann þjónusti allt landið? Hann er stærsti bankinn okkar og þjónustar víðast.

Að lokum vil ég taka undir það sem hv. þm. Frosti Sigurjónsson (Forseti hringir.) sagði, þetta þarf að skoða mjög vel og ég treysti (Forseti hringir.) því að Framsóknarflokkurinn standi á bak við hann í þeim málum.