145. löggjafarþing — 37. fundur,  19. nóv. 2015.

um fundarstjórn.

[14:31]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P):

Virðulegi forseti. Ég er ekki frá því að það sé krísa þegar kemur að því hvernig við ætlum að stjórna landinu. Það er ekki þingræði á Íslandi. Það kom skýrt og vel fram í máli hv. þingmanns Framsóknarflokks, Ásmundar Einars Daðasonar, að hér ræður ríkisstjórnin öllu. Það kannski bara mitt barnslega sakleysi en eftir að hafa lesið stjórnarskrána hélt ég að ríkisstjórnin fengi umboð sitt frá Alþingi. Síðan er ekkert hægt að ræða við hana meir. Erum við þá ekki komin með alræðisvald ríkisstjórnarinnar?

Þetta er eitthvað sem við þurfum virkilega að ræða. Hvers lags virðingu sýnir ríkisstjórnin þinginu sem hún fær vald sitt frá? Skeytingarleysi ráðherra er algert þegar kemur að stórum málum sem snúast ekki bara um að hagræða. Þetta er spurning um hvernig stjórnarfar við viljum hafa í landinu. Því ber að svara.