145. löggjafarþing — 37. fundur,  19. nóv. 2015.

um fundarstjórn.

[14:35]
Horfa

Margrét Gauja Magnúsdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Það sem ég upplifi hér er að lýðræðisleg umræða sé fótumtroðin. Það er ótrúlega sárt að upplifa að svona skuli gerast á okkar æðstu samkomu sem er að taka ákvarðanir, að við getum ekki farið eftir því sem ég tel að eigi að vera eðlileg lýðræðisleg vinnubrögð og eðlileg umræða um mál. Í hjarta mínu og huga er þetta risastórt mál. Ég vil upplýsta umræðu. Samkvæmt dagskrá á þetta mál að fara til atkvæðagreiðslu í dag og ég er stjórnarskrárlega bundin til að fara eftir eigin sannfæringu. Hvernig á ég að gera það þegar ég fæ ekki að heyra nein rök fyrir því af hverju þetta sé góð ákvörðun? (Gripið fram í.) — Það hafa líka komið hér upp, kæri þingmaður Brynjar Níelsson, ýmsar spurningar og ég vil fá að heyra svörin við þeim.