145. löggjafarþing — 37. fundur,  19. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[17:15]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Við höfum verið upplýst um það að þinghaldið mun standa hér einhverja klukkutíma til viðbótar. Ég hef verið að skoða mælendaskrá um það mál sem nú er á dagskrá, Þróunarsamvinnustofnun, og hún er alllöng og ég held að það sé augljóst að þessari umræðu mun ekki ljúka í dag. Hvers vegna? Að einhverju leyti, kannski verulegu leyti og aðallega vegna þess að hæstv. utanríkisráðherra neitar að verða við tilmælum um að mæta til þings og svara spurningum sem hér hafa verið settar fram.

Hæstv. forseti. Hér á dagskrá á eftir þessum lið er samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hvernig væri nú að taka til hendinni og ræða hann? Síðan er hér á dagskrá Haf- og vatnarannsóknir, sameining stofnana. Þurfum við ekki að ræða það? (Forseti hringir.) Er ekki ástæða til að nota tímann til þess? Síðan er sameining Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar. (Forseti hringir.) Er tíma okkar ekki betur varið með því að setja þetta umdeilda mál til hliðar og ræða þau mál sem hér eru á dagskrá?

(Forseti (ÞorS): Forseti biður þingmenn enn um að virða ræðutíma.)