145. löggjafarþing — 37. fundur,  19. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[19:39]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég kvaddi mér hljóðs hér fyrir stundu og ætlaði að vera á jákvæðum nótum og þakka fyrir daginn. Ég gerði ráð fyrir að síðasta ræðan í þessu máli í þessari lotu hefði þegar verið flutt. En ég er þó með einhverjar efasemdir í mínu hjarta. Mér finnst, áður en lengra er haldið, við eiga rétt á því að fá að heyra úr munni hæstv. forseta hver áform forsetans eru í þessu efni. Hér er fólk að kveða sér hljóðs um fundarstjórn forseta og á rétt á að fá að vita hvað vakir fyrir forseta, hvort ætlunin sé að halda umræðunni áfram. Þá hef ég trú á að einhverjir mundu vilja kveða sér hljóðs og hafa eitthvað um það að segja. En mér finnst við eiga rétt á að heyra frá hæstv. forseta hvaða áform forsetinn hefur um þetta.

(Forseti (ÞórE): Forseti hyggst fresta umræðu.)