145. löggjafarþing — 38. fundur,  23. nóv. 2015.

umferð um friðlandið á Hornströndum.

[15:30]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigrún Magnúsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég tel að það sé einmitt mjög gott ráð að farið verði betur yfir þetta og nefnd sett í málið, kannski til að byrja með með þeim sem eiga hagsmuna að gæta eða hafa með málið að gera.

Í nýjum náttúruverndarlögum sem við erum nýbúin að samþykkja er einmitt kveðið á um að stjórnar- og verndaráætlanir skuli liggja fyrir strax 12 mánuði frá friðlýsingu þannig að það er verið að herða á okkur sem er af hinu góða svo að við stöndum okkur varðandi þetta.

Núna er einmitt í undirbúningi stjórnar- og verndaráætlun fyrir friðlandið á Hornströndum í samráði við sveitarfélög, landeigendur og hagsmunaaðila. Við viljum gera vel og erum sem sagt búin að setja áætlun í gang.