145. löggjafarþing — 38. fundur,  23. nóv. 2015.

flugvallarsvæðið í Vatnsmýrinni.

158. mál
[15:47]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég er afar hlynnt því að byggðar séu hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk og aðra sem vantar húsnæði en samt er ég alls ekki hlynnt því að það verði á því svæði sem flugvöllurinn í Vatnsmýri stendur á núna. Við verðum að horfa til þess að höfuðborgin gegnir miklum skyldum gagnvart landsbyggðinni því að á höfuðborgarsvæðinu er mörg opinber þjónusta sem ekki er á landsbyggðinni. Fólk víða um land þarf að komast skjótt með flugi til miðborgar Reykjavíkur til að sinna ýmsu. Auk þess er nauðsynlegt að hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni vegna nálægðar hans við Landspítalann – háskólasjúkrahús vegna þess að allar tölur sýna að meiri hluti sjúkraflugs fer í gegnum flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Þar getur tíminn skipt (Forseti hringir.) öllu máli og því er mikilvægt að flugvöllurinn sé áfram þar sem hann er.