145. löggjafarþing — 39. fundur,  24. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[17:32]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég verð að fá að spyrja hvort það ríki stjórnarfarsleg kreppa milli Alþingis og ráðherra og ráðuneyta. Til hvers erum við hérna eiginlega ef við getum ekki einu sinni fengið þær upplýsingar sem ráðherra ber samkvæmt góðum venjum að veita okkur þegar við biðjum um þær? Ég spurði hæstv. utanríkisráðherra þó nokkurra spurninga þegar þetta mál var tekið fyrst á dagskrá og hann svaraði þeim ekki. Ég veit að samkvæmt bestu venjum, þótt það sé ekki búið að leiða það í lög, ber ráðherra að veita okkur þær upplýsingar sem þingið krefst og akkúrat núna gerir hann það ekki. Hann er ekki hérna. Hann svarar ekki fyrir mál sitt. Menn hans svara ekki fyrir mál sitt. Ég verð að spyrja hæstv. forseta hvort hann telji ekki ráðherra vera beinlínis að brjóta lög um ráðherraábyrgð fyrst hann er ekki hérna til þess að svara fyrir mál sitt?