145. löggjafarþing — 39. fundur,  24. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[17:44]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil taka undir orð síðasta ræðumanns sem ég geri nú ekki oft en geri það stundum og mun gera það hér eftir. Mér finnst hæstv. forseti skulda þinginu skýringar. Við lifum á tækniöld og það er hægt að eiga samskipti við ráðherra bæði með SMS og með því að hringja í hann og hafa uppi á honum. Hæstv. ráðherra virðist ekki sjá ástæðu til að gera grein fyrir því af hverju honum seinkar svona mikið. Mér finnst það líka vera svo mikil lítilsvirðing gagnvart okkur þingmönnum að ráðherra reyni ekki að minnsta kosti að finna sér einhverja afsökun fyrir því að geta ekki komið. Þá er spurning hvort við mundum taka það til greina eða ekki, það er annað mál. En að sýna okkur þá algeru lítilsvirðingu í þessari mikilvægu umræðu að koma ekki til þings og taka umræðuna við þingmenn (Forseti hringir.) er til háborinnar skammar.

Ég vil að lokum draga orð mín til baka varðandi það að ég taki ekki undir með hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni nema mjög sjaldan, ég geri það mjög oft, bara í hjarta mínu.